Kvöldgestir

Kvöldgestir

Description

Link: itpc://podcast.ruv.is/kvoldgestir/podcast.xml

Episodes

Jónas Jónasson

Dec 2, 2011 53:03

Description:

Ævar Kjartansson ræðir við Jónas Jónasson stuttu fyrir andlát hans.

Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona, 3. þáttur af fjórum

Sep 30, 2011 59:14

Description:

Gestur Jónasar er Þuríður Pálsdóttir. Þriðji þáttur af fjórum.

Þuríður Pálsdóttir, óperusöngkona 2. þáttur af fjórum

Sep 23, 2011 59:35

Description:

Kvöldgestur Jónasar er Þuríður Pálsdóttir, óperusöngkona. Annar þáttur af fjórum.Áður flutt 2002

Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona 1.þáttur

Sep 16, 2011 59:26

Description:

Kvöldgestur Jónasar er Þuríður Pálsdóttir, óperusöngkona. Fyrsti þáttur af fjórum. Áður flutt 2002

Ragnar Axelsson ljósmyndari

Sep 9, 2011 59:16

Description:

Gestur þáttarins er Ragnar Axelsson, ljósmyndari.

Einar Dagbjartsson

Sep 2, 2011 59:10

Description:

Gestur Jónasar er Einar Dagbjartsson.

Guðrún S. Jakobsdóttir hjúkrunarfræðingur

Aug 26, 2011 59:15

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Guðrún S. Jakobsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Kaupmannahöfn.

Sigríður Eyþórsdóttir stjórnandi kvennakórsins í Kaupmannahöfn

Aug 19, 2011 58:16

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Sigríður Eyþórsdóttir, stjórnandi kvennakórsins í Kaupmannahöfn.

Nanna Bucher ljósmyndari í Kaupmannahöfn

Aug 12, 2011 59:15

Description:

Kvöldgestur Jónasar Jónassonar er Nanna Bucher, ljósmyndari í Kaupmannahöfn.

Guðrún Bramsen fyrrum sendiherrafrú

Aug 5, 2011 59:07

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Guðrún Bramsen, fyrrum sendiherrafrú.

Elín Guðrún Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur í Kaupmannahöfn

Jul 29, 2011 58:48

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson. Gestur Jónasar Jónassonar er Elín Guðrún Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Kaupmannahöfn.

Arnar Ástráðsson læknir í Kaupmannahöfn

Jul 22, 2011 59:38

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson. Gestur Jónasar Jónassonar er Arnar Ástráðsson, læknir í Kaupmannahöfn.

Sigrún Halldórsdóttir bókaútgefandi í Kaupmannahöfn

Jul 15, 2011 59:16

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson. Sigrún Halldórsdóttir, bókaútgefandi í Kaupmannahöfn, er gestur Jónasar Jónassonar. Hún stundaði kennslu um tíma, en hún kenndi við Fellaskóla. Starfaði við textun barnaefnis hjá Ríkisútvarpinu. Menntaður viðskiptafræðingur og vann um tíma hjá skattinum. Fluttist til Kaupmannahafnar þar sem hún tók meistarapróf í viðskiptafræði, vann um tíma hjá danska ríkinu í málefnum innflytjenda. Stofnaði útgáfufyrirtæki en hjá henni vinna sonur hennar og eiginmaður. Hún er talin stjórnsöm sem hún viðurkennir. Hún hjólar svo um götur Kaupmannahafnar og hlustar á hljóðbækur.

Jón Runólfsson forstöðumaður Jónshúss í Kaupmannahöfn

Jul 8, 2011 58:42

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson. Gestur Jónasar Jónassonar er Jón Runólfsson, forstöðumaður Jónshúss í Kaupmannahöfn.

Jón Eggert Hvanndal, seinni þáttur

Jul 1, 2011 59:10

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson. Jón Eggert Hvanndal, seinni þáttur.

Jón Eggert Hvanndal, fyrri þáttur

Jun 24, 2011 58:47

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson. Jón Eggert Hvanndal Eggert er alin upp hjá föður sínum frá fimm ára aldri, en móður sína sá hann ekki frá því hún skildi hann eftir hjá pabbanum, þar til Eggert var um fermingu. Hann lýsir föður sínum, Ólafi Hvanndal, sem var mikill bissnesmaður og rak prentmyndagerð og vað sterk efnaður, átti eyju á Breiðafirði og jarði út um allt. Eggert gerðist sölumaður og var feikna góður sem slíkr, fór út í bissness sjálfur en hætti, fannst nóg komið af því að frá honum var stolið og hann svikinn í viðskiptum. Þá fór hann að starfa a Keflavíkurflugvelli og gerðist síðan starfsmaður Bandaríkjastjórn í 43 ár. Hann lýsir störfum, en hann komst til áhrifa og endaði í Washington á vegum varnarmálaráðuneytis, vel látinn, en á Keflavíkurflugvelli byrjaði hann að neyta áfengis í óhófi en tókst að hætta því eftir mikil átök og tvisvar sinnum Deleríum Tremens og dvöl á Kleppi. Hann vann um tíma í Pentagon og átti að mæta þar daginn sem turnarnir voru felldir og flugvél flaug inn í Pentagonbygginguna. Hann var ögn seinn þann dag og slapp því. Eggert er marggiftur og skilinn, en síðast bjó hann með bandarískri konu sem hann giftist á Keflavíkurflugvelli, en þau skildu er hún fór til starfa fyrir herinn á Kúbu. Þau tóku saman í Washington er hún var flutt þangað og hún fluttist svo til Íslands er þau fóru saman á eftirlaun. Hún lést úr Alzheimer fjórum árum síðar. Eggert eignaðist börn með fyrri konum en ekki henni. Hann situr nú í ellibelgnum ásamt hundi og báðir sáttir.

Gunnar Gunnarsson píanóleikar og organisti

Jun 17, 2011 59:55

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson. Gestur Jónasar er Gunnar Gunnarsson píanóleikari og organisti. Þessi 17. júní Kvöldgestaþáttur er ögn öðruvísi en vant er, léttari þannig að Gunnar leikur fimm lög og með honum sá frábæri bassaleikari Tómas R. Einarsson. Af fimm lögum eru þrjú íslensk: Tunga mín af hjarta hljóði (Passíusálmala) hljóð-setning eftir Smára Ólason Ástarsæla eftir Gunnar Þóðarson Stolin stef eftir Tómas R. Einarsson. Gunnar er fæddur á Akureyri (barnabarn Jóns Norðfjörð leikstjóra og leikara). Var snemma hæfileikamikill píanóleikari, (eftir eyranu) og átti lengi vel í baráttu vegna þess, heillaðisst af orgeli, var ekki endilega alsáttur við klassíkina. Sem barn var hann stundum latur að æfa eftir nótum, var stundum dreginn grenjandi að píanóinu, af móður sinni Heiðdísi Norðfjörð. Hann lærði hjá Philips Jenskins, en líka hjá Birgi Helga og Ingimar Eydal, lék í hljómsveit í Sjallanum og síðan í hljómsveit Finns Eydal. Hann er organisti í Laugarneskirkju, vill gjarnan djassa sálma, en er um leið áhugamaður um tungumál, lærði rússnesku m.a. og stundar nú masatersnám í Málvísindum. Kvænur og faðir. Ljúfur þáttur þessara tveggja snillinga, Gunnars og Tómasar. Amen.

Guðrún Harpa Örvarsdóttir listamaður

Jun 10, 2011 59:25

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson. Gestur Jónasar er Guðrún Harpa Örvarsdóttir, listamaður Guðrún Harpa er um þessar mundir starfandi listamaður í hinni frægu Álafosskvos, hvar fjölmargir furðufuglar úr listaheiminum hafa búið og starfað. Hún segist nú vera senn á förum til Akureyrar að búa þar, en hún er fædd á Akureyri. Hún varð snemma áberandi hvar sem hún fór, í skólanum var hún þekkt fyrir að leggja alla karlnema í sjómanni, og lítur hún ekkert út eins og Gilzenegger,og er ekki með sama hugarfar og hann! Listsköpun varð snemma partur af lífi hennar, hún fór í Verkmennta-skólann og svo útskrifaðist hún úr Mynd- og handíða-braut með hæstu einkunn. Hún varð ófrísk um svipað leyti og fór svo með kærastanum til Kanada, hvar hann hafði vinnu við útibú frá Rúmfatalagerenum. Þar voru þau í 2 ár en þá komu þau heim og hún ófrísk öðru sinni. Þegar hún ætlaði í fjarnám í innanhúsarkitektúr, lenti hún í alvarlegu slysi sesm breytti lífi hennar. Þar tengdist Harpa við styttu Ásmundar Sveinssonar, Hörpu bænarinna, en Harpa sótti að styttunni og baðst þar fyrir og hlaut bænheyrslu, fékk kraft og góða heilsu. Hún segir sig tatara, flytur oft og meðal annars til kaupmannahafnar í nám, með mann og börn, en svo skildi hún og kom heima einsstæð móðir og þar við situr enn. Flínk ung kona, einfari en félagslynmd, hlý eins og vorboðinn en grimm ef þarf, spennuleitandi.

Hulda Björk Garðarsdóttir söngvari

Jun 3, 2011 59:25

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson. Gestur Jónasar er Hulda Björk Garðarsdóttir, söngvari. Hulda hóf snemma tónlistarnám, lærði að syngja fyrst á Akureyri, reyndi við menntaskólann og síðan í Verkmennta-skólann, segist hafa skroppið í þessa skóla, en söngurinn sigraði bóknámið, Hún eignaðist barn með manni sem varð ekki samferða henni til langframa og hún fór í Söngskólanum í Reykjavík og hélt svo utan til Berlínar til framhaldsnáms, en hafði áður sótt um skóla í London en fékk ekki svar fyrr en seint og um síðir og þá hafði hún verið tæpt ár í Berlín, en hætti og fór til London og útskrifaðist úr Konunglega tónlistarskólanum þar, með láði, og byrjaði söngferil sinn í London. Hún giftist manni af þýskum ættum sem styður hana rækilega og þau hafa eignast eitt barn. Heimkomin fékk hún tilboð um að synja í óperum í Ósló og Malmö og gerði það og fékk fína dóma. Í dag er hún fastráðin hjá Ísl. Óperunni.

Steinn Kárason háskólakennari

May 27, 2011 59:23

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson. Gestur Jónasar er Steinn Kárason, háskólakennari. Steinn er Skagfirðingur, fæddur eina hríðarnótt í nóvember. Ljósmóðirin gaf honum síðar, re hann var 6 ára, blóm og sagði að hann yrði garðyrkjumaður, sem og varð. Hann lýsir nokkuð skólaárum á Króknum, nefnir einn kennara, Eyþór tónskáld, sem kenndi honum m.a. tónfræði, enda er Steinnn tónskáld og hefur gefið út plötu. Hann stundaði íþróttir ungur og fór SVO Í Garðyrkjuskólann og varð garðyrkjumeistari, en lagði það starf niður og hóf mikið nám í ótrúlegum fögum er hann var nær fertugu og fór utan með fjölskyldu og stundaði nám í Danmörku og Suður-Afríku, starfaði hjá Norræna fjárfestingarbankanum, í Helsinki, enda með ótrúlegustu próf, eins og í alþjóðaviðskipum, gráðu í viðskiptafræði og er iðnrekstrarfræðingur og hefur sérhæft sig í umhverfis- og samfélagsvænni starfsemi frjámálafyrirtækja!! en fékk ekkert að gera hér heima, og eru það varla góð meðmæli með prófum! Hann er stundakennari við Háskólann á Akureyri og háskólann á Bifröst. Hann rannsakaði hátt í fjögurhundruð norræna banka og síðar banka í mið-Evrópu og á Bretlandseyjum.

Þorlákur Kristinsson Morthens (Tolli), síðari þáttur

May 20, 2011 59:28

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson. Gestur Jónasar er Þorlákur Kristinsson Morthens (Tolli). Síðari þáttur. Sá mæti listamaður Tolli er opin persónuleiki, ræðir hiklaust um æsku sína og erfiðleika sem fylgdu drykkju föður hans, listmálarans Kristins Morthens, sem vildi að Tolli yrði listmálari, en móðir hans var á móti því, vildi að Tolli yrði arkitekt og gæti séð sæmilega fyrir sér og sínum. Foreldrar Tolla skildu að lokum og þeir bræður, sem urðu fimm, sáu um sig sjálfir eftir það og hafa allir bjargast mæta vel. Tolli var slæmur námsmaður í skóla en frábær teiknari og fór í Myndlistarskólann, en stundaði líka sjómennsku á togurum og fór víða sem farandverkamaður. Hann lýsir því ágætlega í þættinum. Útskrifaður myndlistarmaður fór Tolli til Þýskalands og lærði meira, starfaði í Berlín nokkur ár sem listmálari. Hann hefur sýnt víða um heim, t.d. í Suður-Kóreu. Hann er Búddatrúar, ferðaðist m.a. í Nepal og er þekktur fjallamaður og sækir andagift til náttúrunnar, málar sterkum litum lengi vel torkennilegar verur, sem hann kveðst hafa séð áður en hann festi þær á léreft. Hann fjallar í málverkinu nú um stundir mjög um birtuna, líka sálarbirtu mannsins. Hann er alkóhólisti sem ekki drekkur, var í dópi á árum áður, bjó meira að segja í Kristaníu í Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að allir græði á því að hlusta á Tolla ræða hugsanir sínar um lífið og tilgang þess, hann trúir á framhaldslíf og auðvitað fyrri líf, og er djúpvitur maður og sérlega vænn kvöldgestur.

Þorlákur Kristinsson Morthens (Tolli), fyrri þáttur

May 13, 2011 59:30

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson. Gestur Jónasar er Þorlákur Kristinsson Morthens (Tolli). Fyrri þáttur. Sá mæti listamaður Tolli er opin persónuleiki, ræðir hiklaust um æsku sína og erfiðleika sem fylgdu drykkju föður hans, listmálarans Kristins Morthens, sem vildi að Tolli yrði listmálari, en móðir hans var á móti því, vildi að Tolli yrði arkitekt og gæti séð sæmilega fyrir sér og sínum. Foreldrar Tolla skildu að lokum og þeir bræður, sem urðu fimm, sáu um sig sjálfir eftir það og hafa allir bjargast mæta vel. Tolli var slæmur námsmaður í skóla en frábær teiknari og fór í Myndlistarskólann, en stundaði líka sjómennsku á togurum og fór víða sem farandverkamaður. Hann lýsir því ágætlega í þættinum. Útskrifaður myndlistarmaður fór Tolli til Þýskalands og lærði meira, starfaði í Berlín nokkur ár sem listmálari. Hann hefur sýnt víða um heim, t.d. í Suður-Kóreu. Hann er Búddatrúar, ferðaðist m.a. í Nepal og er þekktur fjallamaður og sækir andagift til náttúrunnar, málar sterkum litum lengi vel torkennilegar verur, sem hann kveðst hafa séð áður en hann festi þær á léreft. Hann fjallar í málverkinu nú um stundir mjög um birtuna, líka sálarbirtu mannsins. Hann er alkóhólisti sem ekki drekkur, var í dópi á árum áður, bjó meira að segja í Kristaníu í Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að allir græði á því að hlusta á Tolla ræða hugsanir sínar um lífið og tilgang þess, hann trúir á framhaldslíf og auðvitað fyrri líf, og er djúpvitur maður og sérlega vænn kvöldgestur.

Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingismaður, seinni þáttur

May 6, 2011 59:31

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson. Gestur Jónasar er Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður. Seinni þáttur. Hún fór tiltölulega auðveldlega inn á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, lærði stjórnmálafræði. Mikill Keflvíkingur, missti móður sína úr Alzheimer og ræðir um hvernig það er að vera aðstandandi slíks sjúklings. Sjúkdómurinn er í ættinni og hún óttast að sjálf endi hún sem slíkur sjúklingur. Faðir hennar er á lífi, fyrrv. flugumferðarstjóri, bæði í Keflavík og Reykjavík. Ung var hún kúarektor í Mýrdal, fór í Kvennaskólann og dúxaði, fór skiptinemi, stundaði háskólanám í Bandaríkjunum og segir af samnemendur þar sem enn halda hópinn, og mæta í afmæli og brúðkaup, og hún var boðin til Spánar í konunglegt brúðkaup. Hún starfaði um tíma í seidráði Íslands í Washington, hjá Einari Benediktssyni sendiherra, fór þaðan til New York og starfaði fyrir Útflutningsráð, kom heim og árið 1998 gerðist hún aðstoðarmaður Geirs Haarde, sem þá var fjármálaráðherra, og ber honum vel sögu.Þegar Ragnheiður Elín var í námi í USA hitti hún núverandi mann sinn, Guðjón, og eiga þau 3 börn. Eitt barnanna, Helgi Matthías, var á brjósti þegar Ragnh. Fór á Nato-ráðstefnu og hann fór víðar með henni þegar hún sinnti störfum sínum. Hann var á brjósti þegar mótmælin voru í Alþingishúsinu og segist hafa orðið hrædd við atganginn.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrri þáttur

Apr 29, 2011 59:22

Description:

Ragnheiður Elín Árnadóttir fór tiltölulega auðveldlega inn á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, lærði stjórnmálafræði. Mikill Keflvíkingur, missti móður sína úr Alzheimer og ræðir um hvernig það er að vera aðstandandi slíks sjúklings. Sjúkdómurinn er í ættinni og hún óttast að sjálf endi hún sem slíkur sjúklingur. Faðir hennar er á lífi, fyrrv. flugumferðarstjóri, bæði í Keflavík og Reykjavík. Ung var hún kúarektor í Mýrdal, fór í Kvennaskólann og dúxaði, fór skiptinemi, stundaði háskólanám í Bandaríkjunum og segir af samnemendur þar sem enn halda hópinn, og mæta í afmæli og brúðkaup, og hún var boðin til Spánar í konunglegt brúðkaup. Hún starfaði um tíma í sendráði Íslands í Washington, hjá Einari Benediktssyni sendiherra, fór þaðan til New York og starfaði fyrir Útflutningsráð, kom heim og árið 1998 gerðist hún aðstoðarmaður Geirs Haarde, sem þá var fjármálaráðherra, og ber honum vel sögu. Þegar Ragnheiður Elín var í námi í USA hitti hún núverandi mann sinn, Guðjón, og eiga þau 3 börn. Eitt barnanna, Helgi Matthías, var á brjósti þegar Ragnheiður fór á Nato-ráðstefnu og hann fór víðar með henni þegar hún sinnti störfum sínum. Hann var á brjósti þegar mótmælin voru í Alþingishúsinu og segist hafa orðið hrædd við atganginn.

Hjörtur Pálsson cand mag. og skáld

Apr 22, 2011 57:37

Description:

Hjörtur er cand mag.og skáld, var í ýmsum störfum hjá Ríkisútvarpinu, til dæmis fréttamaður, dagskrárgerðarmaður og endaði sem dagskrárstjóri. Hann hætti þar og skrapp til Færeyja sem forstjóri Norræna hússins, var þar stutt og þegar hann var 67 ára varð hann prestur og vígðist sem slíkur. Hann ólst upp um tíma hjá afa og ömmu, sem bjuggu á kirkjujörðinni Hálsi í Fnjóskadal. Þar lék Hjörtur sér í kirkjugarðinum og átti það án efa þátt í því að hann er prestur í dag. Hann hugsaði nefnilega ögn um Guð og í MA ákvað hann að læra guðfræði, en tafðist við það vegna löngunar í íslesnkunámið sem kom fyrst. Hann lýsir líðan sinni í guðfræðideild, hvar hann var stundum eldri en kennarar hans. Í samtalinu er mikið rætt um páskana, föstudaginn langa og þýðingu hans fyrir þjóðirnar og Hjörtur fer með nokkur ljóða sinna í þættinum.

Anna Jónsdóttir frá Prestbakka, seinni þáttur

Apr 15, 2011 59:22

Description:

Anna er fædd á Kvennabrekku, en fluttist þaðan ung og kennir sig við Prestbakka hvar faðir hennar þjónaði sem prestur. Hann var um leið mikill ættfræðingur og lauk störfum sem þjóðskjalavörður. Ættfræðin er auðvitað arfur kynslíða frá forn-ld, þegar strjálbýlið og fámennið jók forvitni um menn og málefni. Faðir hennar var þjóðþekktur maður, líklega með dýpri áhuga á ættfærði og kennslu en prestskap. Hann var fyrsti skólastjóri Reykjaskóla í Hrútafirði og Anna ræðir um dvöl sína þar og hersetuna og slysið er ungir hermenn voru sendir á fleka yfir Hrútafjörð og drukknuðu margir í óveðri á leið til Borðeyrar. Anna lýsir dálítið lífinu á prestsetri, hvernig móðir hennar varð að gefa kirkjugestum kaffi og þótti sjálfsagt. Hún hafði menntast í Kvennaskólanum í Reykjavík. Heimili þeirra var ríkt af menningu, lestur góðra bóka viðhafður og nóbelskáldið Laxness veitti sér dvalarleyfi á heimili Jóns og ku hafa sótt hugmynd handa Sólliju í Sjálfstæðu fólki eftir samtal við systur Önnu um kvistinn á þilinu. Anna giftist Sveinbirni Markússyni sem kenndi við Ausfurbæjarskólann alla ævi. Þau ferðuðust víða og ekki á vinsælustu ferðamannastaði, fóru m.a. til Rússlands og ferðuðust víða þar og segir Anna frá því. Þau eignuðust sex börn og eiga son búsettan í Alaska.

Anna Jónsdóttir frá Prestbakka. Fyrri þáttur.

Apr 8, 2011 59:22

Description:

Anna er fædd á Kvennabrekku, en fluttist þaðan ung og kennir sig við Prestbakka hvar faðir hennar þjónaði sem prestur. Hann var um leið mikill ættfræðingur og lauk störfum sem þjóðskjalavörður. Ættfræðin er auðvitað arfur kynslíða frá forn-ld, þegar strjálbýlið og fámennið jók forvitni um menn og málefni. Faðir hennar var þjóðþekktur maður, líklega með dýpri áhuga á ættfærði og kennslu en prestskap. Hann var fyrsti skólastjóri Reykjaskóla í Hrútafirði og Anna ræðir um dvöl sína þar og hersetuna og slysið er ungir hermenn voru sendir á fleka yfir Hrútafjörð og drukknuðu margir í óveðri á leið til Borðeyrar. Anna lýsir dálítið lífinu á prestsetri, hvernig móðir hennar varð að gefa kirkjugestum kaffi og þótti sjálfsagt. Hún hafði menntast í Kvennaskólanum í Reykjavík. Heimili þeirra var ríkt af menningu, lestur góðra bóka viðhafður og nóbelskáldið Laxness veitti sér dvalarleyfi á heimili Jóns og ku hafa sótt hugmynd handa Sólliju í Sjálfstæðu fólki eftir samtal við systur Önnu um kvistinn á þilinu. Anna giftist Sveinbirni Markússyni sem kenndi við Ausfurbæjarskólann alla ævi. Þau ferðuðust víða og ekki á vinsælustu ferðamannastaði, fóru m.a. til Rússlands og ferðuðust víða þar og segir Anna frá því. Þau eignuðust sex börn og eiga son búsettan í Alaska.

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt og höfundur bókarinnar Draumagarður

Apr 1, 2011 59:22

Description:

Björn er landslagsarkitekt og höfundur bókarinnar Draumagarður, sem kom út í fyrra og er mjög vönduð. Hann er stúdent frá MR, vann á sumrin við garðyrkju og fór í sumarfrí á Hornstrandir og féll gjörsamlega fyrir íslenskri náttúru og ákvað framtíð sína þar og þá og stundaði námið í Gloucester í Englandi, féll líka fyrir enskri menningu og uppgötvaði hvað pöbbarnir voru skemmtileg félagsheimili. Heim kominn stofnaði hann teiknistofu og var um tíma með 6 manns í vinnu en hætti því og vildi vera hönnuður en ekki forstjóri. Byrjaði búskap og eignaðist börn, fór aftur í skóla og nú í alþjóðaviðskiptum með áherslu á markaðsfræði. Hannn var skiptinemi á Spáni um tíma. Hann trúir á álfa og hefur hannað sérlegan álfagarð og er viss umvernd náttúruanda yfir landinu. Fráskilinn núna og einstæður faðir.

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, textílhönnuður og forstöðumaður Byggðasaf

Mar 25, 2011 59:17

Description:

Íris er textilhönnuður og forvörður um leið og hún er forstöðumaður Byggðasafns Dalvíkur og segir að það hafi verið tilviljun að hún fór í það starf. Hún giftist nefnilega til Svarfaðardals og býr þar. Hún lýsir safninu og ekki síst þeim hluta er geymir muni Jóhanns Svarfdælings, (risa) sem var síðustu árin sin á Dalvík. Henni og JJ ber saman um það að Jóhann hafi átt gríðarlega erfitt líf sem sirkussýningar“gripur“, lokaður inni á hóteli á daginn svo að enginn sæi hann ókeypis! Íris talar um safnið og áhrif þess og segist aldrei myrkfælin þó hún sé þar ein að kvöldi til dæmis. En það kemur í ljós í þættinum að hún er og var mjög næm og er skyggn og segir dæmi um slíkt. Hún var í ballett sem barn og fimleikum en hætti slíku sem unglingur og gerðist antisportisti, ribbaldi og kvenréttindakona. Hún dvaldist um tíma í Noregi, byrjaði að búa með fyrri manni sínum, fór síðan í textílnám til Bretlands og var þar nokkur ár. Hún er gift fráskildum manni og saman eiga þau helling af börnum. Hún fékk krabbamein, lýsir sinni andlegu líðan, óttanum og sigrinum, en krabbamein er í ættinni og systir hennar ný látin úr sama sjúkdómi.

Runólfur Þórðarson

Mar 18, 2011 59:18

Description:

Hann er auðvitað sonur verkfræðings, sem hafði með höndum eftirlit með verksmiðjum og vélum í landinu og varð síðar Vinnueftirlit ríkisins. Runólfur er fæddur Í Vestmannaeyjum, ætlaði aldrei verða sjómaður enda flutti fólkið hans með hann ungan til lands. Hann lærði á píanó hjá Ástu Einarsson og síðan hjá þeim ágæta Árna Kristjánssyni, en var um leið í MR og endaði í píanónámi hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni. En verkfræðingurinn heimtaði hann allan svo hann hætti píanónámi en fór að safna hljómplötum og á nú mesta safn í heimi hér af plötum hvar nemendur Frans Lists leika. Runólfur var í USA um leið og t.d. Steingrímur Hermannsson og sá hann glíma. Runólfur varð forstjóri Áburðarverksmiðju ríkisins til ársins 1994. Hann lætur hlustendur heyra sýnishorn af tveimur verkum sem eru á hljómplötum sem eru sjaldgæfar í safni hans.

Katrín, listamaður og aktívisti-framhald

Mar 11, 2011 59:17

Description:

Katrín er barn heyrnar- og mállausra foreldra, nema móðirin heyrir eitthvað með öðru eyra. Katrín lýsir því hvernig það er að vera barn slíkra foreldra og lýsir þeim fallega og það merkilega gerðist að faðir hennar kenndi henni að lesa! Hún lýsir því hvernig foreldrarnir “tala“ saman, hvernig það er að fá gesti til þeirra og hvernig hún er símadama þeirra og túlkur, en þau geta lesið af vörum fólks. Faðir hennar var sjómaður og mikið fjarverandi. Katrín byrjaði snemma að spá í lífið og tilveruna, var deymin og ævintýragjörn. Hún er forspá og hitti ungan mann dag nokkurn á Ísafirði og vissi um leið að hann yrði maður hennar. Þau byrjuðu búskap og lentu í erfiðleikum eins og fleiri þegar bankalán voru klippt frá lánskjaravísitölunni og urðu gjaldþrota. Hún lýsir því hvernig viðhorf til þeirra varð og segir skemmtilega frá viðureign sinni við bankastjóra, hvernig þetta ástand reyndi á ástina, en hún hefur hingað til dugað þeim. Það tók þau 10 ár að vinna sig úr gjaldþroti og því fylgdu eilífir flutningar í og úr leiguhúsnæði. Katrín ákvað að snúa sér að listnámi, varð 35 ára og ákvað að efna til málverkasýningar, fór með matarpeningana í Slippinn og keypti málaradót og málaði eins og geggjuð 25 myndir og hengdi upp og bauð vinum og vandamönnum. Eftir það vildi hún læra til listar og fór með börn og mann til Bretlands og var þar í 7 ár. Heimkomin hafði hún breyst úr rólegri, listelskandi, ljóðrænni og hæglátri húsmóður í vesturbænum, í byltingar kvendi og fór að mótmæla öllu mögulegu og gerir enn, var á Austurvelli með Birgittu og er aðstoðarmaður hennar en vara-þingmaður fyrir Þráinn Bertelsson og finnst það fyndið. Þau Ólafur eiga 4 börn. Katrín trúir á orkuheilun, hún er dulræn og um leið moderna, skarpgreind og skemmtileg. Enda í tveimur þáttum.

Katrín, listamaður og aktívisti

Mar 4, 2011 59:07

Description:

Katrín er barn heyrnar- og mállausra foreldra, nema móðirin heyrir eitthvað með öðru eyra. Katrín lýsir því hvernig það er að vera barn slíkra foreldra og lýsir þeim fallega og það merkilega gerðist að faðir hennar kenndi henni að lesa! Hún lýsir því hvernig foreldrarnir “tala“ saman, hvernig það er að fá gesti til þeirra og hvernig hún er símadama þeirra og túlkur, en þau geta lesið af vörum fólks. Faðir hennar var sjómaður og mikið fjarverandi. Katrín byrjaði snemma að spá í lífið og tilveruna, var deymin og ævintýragjörn. Hún er forspá og hitti ungan mann dag nokkurn á Ísafirði og vissi um leið að hann yrði maður hennar. Þau byrjuðu búskap og lentu í erfiðleikum eins og fleiri þegar bankalán voru klippt frá lánskjaravísitölunni og urðu gjaldþrota. Hún lýsir því hvernig viðhorf til þeirra varð og segir skemmtilega frá viðureign sinni við bankastjóra, hvernig þetta ástand reyndi á ástina, en hún hefur hingað til dugað þeim. Það tók þau 10 ár að vinna sig úr gjaldþroti og því fylgdu eilífir flutningar í og úr leiguhúsnæði. Katrín ákvað að snúa sér að listnámi, varð 35 ára og ákvað að efna til málverkasýningar, fór með matarpeningana í Slippinn og keypti málaradót og málaði eins og geggjuð 25 myndir og hengdi upp og bauð vinum og vandamönnum. Eftir það vildi hún læra til listar og fór með börn og mann til Bretlands og var þar í 7 ár. Heimkomin hafði hún breyst úr rólegri, listelskandi, ljóðrænni og hæglátri húsmóður í vesturbænum, í byltingar kvendi og fór að mótmæla öllu mögulegu og gerir enn, var á Austurvelli með Birgittu og er aðstoðarmaður hennar en vara-þingmaður fyrir Þráinn Bertelsson og finnst það fyndið. Þau Ólafur eiga 4 börn. Katrín trúir á orkuheilun, hún er dulræn og um leið moderna, skarpgreind og skemmtileg. Enda í tveimur þáttum.

María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður og fréttaþulur á RÚV

Feb 25, 2011 59:23

Description:

María í fréttamaður og fréttaþulur hjá Ríkisútvarpinu, en er lærð í hagfræði og starfaði um tíma hjá Hagfræðistofnun HÍ. Henni leiddist Þar og þráði samskipti við fólk frekar en tölur og línurit og fór fagnandi í próf hjá RÚV fyrir verðandi fréttamenn og flaug inn. Hún ræðir um starfið, samskipti við þá sem fréttum valda en mest um heimildarmynd sem hún gerði um mannsal barna í Kambodíu. Síðar gerði hún aðra og þá um göngugarpinn og gleðigjafann Reyni Pétur. Myndin um barnasöluna og lífið í Kambodíu tekur megintíma samtals við Maríu Sigrúnu. Lýsingar hennar á gerð myndarinnar og þeim ósköpum sem lífið gerir fólki þarna í Kambodíu eru áhrifamiklar, þar í landi er algjör spilling og mútuþægni algeng.Tökumaðurinn sem tók myndirnar með henni, Guðmundur Bergkvist, þurfti stundum að leggja sig í hættu með því að fara um með falda myndavél. Þau tóku viðtöl við fórnarlömb og ferðin hafði djúp áhrif á Maríu.

Guðlaugur framhald

Feb 18, 2011 59:19

Description:

Guðlaugur þessi er gamall handboltakappi og júdómaður, var sjómaður á erfiðleikatímum í lífi hans, hann var mikill drykkjumaður og háði langa og strangda baráttu við bakkus, hann lenti í skipsstrandi á bát frá Vestmannaeyjum, en hafði látið skrá sig þegar hannn var að þvælast fullur og vaknaði út á hafi, timbraður og orðinn kokkur um borð. Báturinn lenti í fárviðri og strandaði við Suðurströndina og áhöfninni var bjargað á línu, en björgunarbáturinn sem þeir ætluðu í, blés ekki upp og má þakka því að þeir eru á lífi í dag, þeir hefðu ekki lifða það af að fara í gúmbát í þessum sjógangi en ölduhæð var á við tveggja hæða blokk. Guðlaugur lýsir þessar nótt. Hann er skilnaðarbarn og bjó með móður sinni, lærði matreiðslu og varð bryti á strandferðaskipunum Esju og Heklu og svo á farskipum. Árið 1968 var hann að slangra um kvöld og vantaði vín og atti vísa flösku á 4. hæð í húsi en dyr læstar svo hann tók á það ráð að klifra upp eftir þakrennunni sem gaf sig á fjórðu hæðinni og hann féll til jarðar og lamaðist. Það tók hann mörg ár, legur og meðferðir, hérlendis, í Kaupmannahöfn og í Þýskalandi. Hann náði nokkurri heilsu og gengur um í dag en mjög takmarkað er göngulagið. Hann varð einn af gistivinum í Risinu, heimili fyrir götumenn á leið til betra lífs. Hann endaði sem forstöðumaður þar og hefur mörgum manninum hjálpað til lífsins á ný.

Guðlaugur fyrrverandi sjómaður og forstöðumaður í Risinu

Feb 11, 2011 59:22

Description:

Guðlaugur þessi er gamall handboltakappi og júdómaður, var sjómaður á erfiðleikatímum í lífi hans, hann var mikill drykkjumaður og háði langa og strangda baráttu við bakkus, hann lenti í skipsstrandi á bát frá Vestmannaeyjum, en hafði látið skrá sig þegar hannn var að þvælast fullur og vaknaði út á hafi, timbraður og orðinn kokkur um borð. Báturinn lenti í fárviðri og strandaði við Suðurströndina og áhöfninni var bjargað á línu, en björgunarbáturinn sem þeir ætluðu í, blés ekki upp og má þakka því að þeir eru á lífi í dag, þeir hefðu ekki lifða það af að fara í gúmbát í þessum sjógangi en ölduhæð var á við tveggja hæða blokk. Guðlaugur lýsir þessar nótt. Hann er skilnaðarbarn og bjó með móður sinni, lærði matreiðslu og varð bryti á strandferðaskipunum Esju og Heklu og svo á farskipum. Árið 1968 var hann að slangra um kvöld og vantaði vín og atti vísa flösku á 4. hæð í húsi en dyr læstar svo hann tók á það ráð að klifra upp eftir þakrennunni sem gaf sig á fjórðu hæðinni og hann féll til jarðar og lamaðist. Það tók hann mörg ár, legur og meðferðir, hérlendis, í Kaupmannahöfn og í Þýskalandi. Hann náði nokkurri heilsu og gengur um í dag en mjög takmarkað er göngulagið. Hann varð einn af gistivinum í Risinu, heimili fyrir götumenn á leið til betra lífs. Hann endaði sem forstöðumaður þar og hefur mörgum manninum hjálpað til lífsins á ný.

Hjalti Pálsson ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar

Feb 4, 2011 59:21

Description:

Maðurinn er fræðimaður og ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar sem er mikið rit og ákaflega veglegt og nákvæmt. Hann er fæddur á Sauðárkróki en alinn upp á Hofi og tengir sig við þann bæ. Hann dásamar sveitalífið og þakkar fyrir að hafa fengið að kynnast sveitastörfum fyrir daga dráttarvélanna. Stundaði nám í farskóla eins og siður var á hans ungu dögum, fór síðan í Laugaskóla í Reykjadal og þaðan í Menntaskólann á Akureyri enda höfðu foreldrar hans flutt sig til Akureyrar. Hjalti vann fyrir námi sínu alla tíð enda ekki sjálfgefið að sveitastrákur gæti stundað framhaldsnám, kostnaðar vegna. Hann fór síðan í háskóla og fluttist svo aftur til Sauðárkróks og lagði þar grunn að framtíð. Starfaði með Kristmundi Bjarnasyni, fræðimanni og rithöfundi á Sjávarborg, sem var safnvörður Byggðasafnsins á Króknum og tók svo við starfinu um hríð, eða þar til hann gerðist ritstjóri Byggðasögunnar sem er orðin að 5 bindum og verða mun fleiri. Hann er áhugamaður um íslenskt mál og mjög áheyrilegur kvöldgestur.

Hildur Sverrisdóttir lögfræðingur 365 miðla

Jan 28, 2011 59:21

Description:

Hildur er lögfræðingur 365 miðla, stundaði nám í Hamrahlíð og var faðir hennar rektor þar, en lést á besta aldri. Hildur hefur áhuga á velferð ungs fólks og hefur starfað fyrir jafningafræðslu, sem er verkefni ungs fólks gegn eiturlyfjum. Hún fór til Serbíu og starfaði þar í flóttamannabúðum og segir frá þessu öllu skilmerkilega. Hún var ung þegar hún fékk starf á merkri lögmannastofu í London og fékk starfið út á sannleikann, hún sagðist í viðtali ekkert botna í sumum orðum sem hún heyrði notuð í sambandi við starfið væntanlega! Líklega hefur sú vinna orðið kveikjan að hennar lífsstarfi. Hún er kraftmikil stulka, hæglát og hógvær en mun án efa komast þangað sem hún ætlar sér. Ógift er hún og barnlaus og nú varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ætlars sér án efa einhverja framtíð þar.

Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, seinni hluti

Jan 21, 2011 59:20

Description:

Seinni hluti viðtals Jónasar Jónassonar við Guðrúnu Pétursdóttur lífeðlisfræðingur.

Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, fyrri hluti

Jan 14, 2011 59:20

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur.

Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona

Jan 7, 2011 59:22

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona.

Sigurður Sigurðsson dýralæknir, seinni hluti

Jan 1, 2011 57:56

Description:

Seinni hluti viðtals Jónasar Jónassonar við Sigurð Sigurðarson dýralækni.

Sigurður Sigurðsson dýralæknir, fyrri hluti

Dec 17, 2010 59:02

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Sigurður Sigurðarson dýralæknir.

Sigrún Klara Hannesdóttir, prófessor og fyrrverandi landsbókavörður.

Dec 10, 2010 59:14

Description:

Seinni hluti viðtals Jónasar Jónassonar við Sigrúnu Klöru Hannesdóttur, prófessor og fyrrverandi landsbókavörð. Hún er afar vel menntuð en hún er fyrsta konan til að verða prófessor í félagsvísindadeild Háskóla Íslands og lauk starfsferli sínum sem landsbokavörður. Í seinni þættinum lýsir hún skelfilegu hatri starfsmanns þar, en sá skrifaði nafnlausar hatursgreinar um hana. Hún er fædd og uppalin á Seyðisfirði, leið illa í barnaskóla vegna þess að hún, dóttir verkamanns, í samfélagi þar sem var stéttaskipting, fékk aldrei hrós þótt hún væri frábær námsmaður. Hún lýsir lífinu á Seyðisfirði, fór 15 ára í Eiðaskóla, ákvað að vinna fyrir námi í MA og vann í síldinni og hefur alla tíð hugsað um sig og bjargað sér sjálf. Hún las bókasafnsfræði, fór til Bandaríkjanna í nám, kynntist þar Perú-búa, fór með honum til Perú, giftist honum og lýsir því hvernig hún, hvít, þurfti að aðlagast annari menningu og sögu. Hún lenti í járðskjálfa þar, 8 stiga, og drap tugþúsundir og lagði hús í rústir einar. Hún skildi við mann sinn og fór heim til Íslands, fór aftur til USA og lauk doktorsprófi í bókasafnsfræðum og hóf kenneslu í háskólanum. Hún kynntist íslenskum manni og giftist honum og eignaðist soninn Hallgrím Indriðason (fréttamanni hjá RÚV). Eignmaður hennar fékk krabbamein og lést. Hún lýsir því hvernig hún tókst á við sorgina. Hún fór til Finnlands sem yfirmaður NORDINFORM og bjó Í Finnlandi í 4 ár, ferðaðist víða um lönd í starfinu og naut lífsins. Hún er hætt að vinna og er heimshornaflakkari af guðsnáð, hefur heimsótt yfir 80 lönd og stefnir í 100.

Sigrún Klara Hannesdóttir, prófessor og fyrrverandi landsbókavörður

Dec 3, 2010 59:19

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Sigrún Klara Hannesdóttir, prófessor og fyrrverandi landsbókavörður. Hún er afar vel menntuð en hún er fyrsta konan til að verða prófessor í félagsvísindadeild Háskóla Íslands og lauk starfsferli sínum sem landsbokavörður. Í seinni þættinum lýsir hún skelfilegu hatri starfsmanns þar, en sá skrifaði nafnlausar hatursgreinar um hana. Hún er fædd og uppalin á Seyðisfirði, leið illa í barnaskóla vegna þess að hún, dóttir verkamanns, í samfélagi þar sem var stéttaskipting, fékk aldrei hrós þótt hún væri frábær námsmaður. Hún lýsir lífinu á Seyðisfirði, fór 15 ára í Eiðaskóla, ákvað að vinna fyrir námi í MA og vann í síldinni og hefur alla tíð hugsað um sig og bjargað sér sjálf. Hún las bókasafnsfræði, fór til Bandaríkjanna í nám, kynntist þar Perú-búa, fór með honum til Perú, giftist honum og lýsir því hvernig hún, hvít, þurfti að aðlagast annari menningu og sögu. Hún lenti í járðskjálfa þar, 8 stiga, og drap tugþúsundir og lagði hús í rústir einar. Hún skildi við mann sinn og fór heim til Íslands, fór aftur til USA og lauk doktorsprófi í bókasafnsfræðum og hóf kenneslu í háskólanum. Hún kynntist íslenskum manni og giftist honum og eignaðist soninn Hallgrím Indriðason (fréttamanni hjá RÚV). Eignmaður hennar fékk krabbamein og lést. Hún lýsir því hvernig hún tókst á við sorgina. Hún fór til Finnlands sem yfirmaður NORDINFORM og bjó Í Finnlandi í 4 ár, ferðaðist víða um lönd í starfinu og naut lífsins. Hún er hætt að vinna og er heimshornaflakkari af guðsnáð, hefur heimsótt yfir 80 lönd og stefnir í 100.

María Theódóra Jónsdóttir fyrrv. formaður Félags áhugafólks og aðstandenda Alz

Nov 26, 2010 59:22

Description:

Gestur Jónasar Jónasar er María Theódóra Jónsdóttir. Hún var formaður Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimeres-sjúklinga. Hún hefur unnið mikið hjálparstarf, enda með reynslu sára af þessum sjúkdómi, móðir hennar að líkindum með Alzheimer, eða heilasjúkdóma, en maður hennar fékk Alzheimer og lést úr þeim sjúkdómi. Hún er fædd í Hvallátri á Breiðafirði, lýsir eyjabúskap og hvernig dauðinn var partur af lífinu móðir hennar missti fyrri mann sinn, hann drukknaði 3 árum eftir brúðkaupið. María ræðir um líf og dauða, hún fæddi sjálf andvana barn og segir af þeirri döpru reynslu. Hún ræðir um Alzheimer og hvernig félagið þeirra hefur breytt miklu fyrir sjúklinga og aðstandendur með þrýstingi á heilbrigðisyfirvöld. Alzheimer lýsir sér á margan hátt og fer eftir einstaklingum, sumir verða reiðir sínum nánustu. Þetta er með verri sjúkdómum þegar aðstandenduir verða nánast að horfa á eftir sínum ástvinum, sem hætta smám saman að þekkja umhverfið.

Pétur Eggerz, leikhússtjóri Möguleikhússins.

Nov 19, 2010 59:22

Description:

Kvöldgestur Jónasar Jónassonar verður Pétur Eggerz, leikhússtjóri Möguleikhússins.

Níels Árni Lund seinni þáttur

Nov 12, 2010 59:22

Description:

Seinni hluti Kvöldgesta þar sem Jónas Jónasson ræðir við Níels Árna Lund. Níels fjallar um mannlíf á Þórshöfn, Raufarhöfn og Leihöfn, segir m.a. söguna af þýsku flugvélinni sem nauðlenti þar í stríðslok og flugmennirnir fjórir björguðust og nutu gestrisni heimafólks þar til hermenn komu að sækja flugmennina. Maður frá Leirhöfn leitaði þá uppi síðar og náði sambandi við þá og þeir voru enn með þakklátan hug til heimamanna fyrir góðvild. Níels var um tíma ritstjóri Tímans og varamaður á Alþingi um skeið. Þessi embættismaður ráðuneytis er þekktur skemmtikraftur, oft fenginn til að stjórna samkomum, afmælum, brúðkaupum, þorrablótum, hann semur gamanvísur og flytir þær.

Árni Lund skrifstofustjóri Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis

Nov 5, 2010 59:11

Description:

Kvöldgestur Jónasar Jónassonar er Níels Árni Lund skrifstofustjóri Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Hann er nú, hvað starfsaldur snertir, elsti starfsmaður ráðuneytis, hóf störf í menntamálaráðuneytinu sem Æskulýðsfulltrúi ríkisins, enda menntaður íþróttakennari, og starfaði sem námsgreinakennari víða. Hann hefur starfað undir stjórn 11 ráðherra. Hann er fæddur í Nýhöfn á Melrakkasléttu, og er ákafur unnandi landsbyggðar og fróður mjög um líf og störf manna í Norður Þingi. Nafn hans Lund er frá dönskum kaupmanni komið, hann settist að á Raufarhöfn, kvæntist íslenskri konu og lét mikið til sín taka. Níels ræðir um mannlíf á Þórshöfn, Raufarhöfn og Leihöfn, segir m.a. söguna af þýsku flugvélinni sem nauðlenti þar í stríðslok og flugmennirnir fjórir björguðust og nutu gestrisni heimafólks þar til hermenn komu að sækja flugmennina.

Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu.

Oct 29, 2010 58:51

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu.

Ragnar Hansen, múrarameistari

Oct 22, 2010 58:23

Description:

Kvöldgestur Jónasar Jónassonar verður Ragnar Hansen, múrarameistara. Ragnar er fæddur á Sauðárkróki, sonur Friðriks Hansen, sem var hálfur Dani, skáld gott og mörg ljóða hans hafa verið sungin. Ragnar segir frá æskudögum á Króknum og mætum mönnum þar. Hann byrjaði snemma að sjá um sig sjálfur því systkinin voru mörg eða 9. Móðir þeirra dó rúmlega fertug úr krabba og þegar hún var jarðsett var Ragnar rúmliggjandi vegna veikinda og átti mjög erfiðan dag. Hann lýsir því hvernig hann byrjaði að vinna við vegalagningu og hvernig vegavinnumenn lifðu við skrýnukost og eini heiti maturinn var sífelldur hafragautur.

Hermundur Rósinkranz,talnaspekingur

Oct 15, 2010 59:14

Description:

Gestur Jónasar er Hermundur Rósinkranz,talnaspekingur Hann er maður dulrænn og með skyggnigáfu, byrjaði mjög ungur að skynja ýmislegt sem aðrir sáu ekki, bjó um tíma í Hveragerði sem barn og lék sér þar með huldufólksbörnum. Þegar móðir hans, sem var ekkja, fluttist aftur til Rvkjavíkur, fór Hermundur í Austurbæjarskólann og varð fyrir einelti sem gerði hann afar hlédrægan og feiminn.Hermundur lýsir ýmsum atvikum sem tengjast skyggni hans og segir frá áhuga sínum á tölum og þeim fræðum er fylgja þeim, en tölur geta sagt fyrir um persónuleika og atburði í lífi hvers einstaklings. Hann hefur líka séð fyrir ýmislegt í sögu lands og lýðs, spáði eldgosinu síðasta og spáir í þættinum eldgosi á undan Kötlu sem fari svo í gang. Hann segir Össur aldrei verða aftur ráðherra, hans stólsetu sem slíkur ljúki senn.

Elín G. Ólafsdóttir, fyrrv. yfirkennari og borgarfulltrúi

Oct 8, 2010 59:21

Description:

Gestur Jónasar er Elín G. Ólafsdóttir, fyrrv. yfirkennari og borgarfulltrúi. Elín var landsþekktur stjórnmálamaður sem tók þátt í stofnun Kvennaframboðsins, varð borgarfulltrúi fyrir Kvennalistann og þótti afar ákveðin og skörp. Í þessum þætti byrja þau, hún og JJ, að ræða veikindi hennar, en hún greindist með Parkinson og hún er alsendis ófeimin að ræða áhrif þess að vera með þann sjúkdóm. Það kemur vel í ljós að hún ræður ekki hreyfingum sínum og JJ bendir á það í þættinum og má heyra hve hún hreyfir sig mikið og slær fæti í hljóðnemann einu eða tvisvar sinnum. Hún lærði til kennara og var kennari í Langholtsskóla, hvar hún varð yfirkennari, eiginmaður hennar, Matthías sem lést skyndilega mjög fyrir aldur fram. Elín tók þá við starfi hans sem yfirkennari. Ein dætra þeirra er þekktari en hin börnin,Valgerður, Vala Matt!

Ragna Árnadóttir fyrrv. ráðherra seinni þáttur

Oct 1, 2010 59:06

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Ragna Árnadóttir fyrrv. ráðherra. Seinni hluti. Hún hafði áður sem barn dvalið bæði í Svíþjóð og Danmörku þar sem faðir hennar var við nám. Ragna lýsir sjálfri sér sem erfiðum ungling, hún var í langdreginni byltingu, aðallega gegn föður sínum sem vildi hún yrði verkfræðingur og færi í MR. Ragna fór í MA og sló mjög slöku við og var tekin á beinið bókstaflega af Tryggva Gíslasyni skólameistara og hótað öllu illu ef hún sinnti ekki náminu betur.

Ragna Árnadóttir fyrrv. ráðherra fyrri þáttur

Sep 24, 2010 59:20

Description:

Í tveimur þáttum ræðir Ragna líf sitt,en byrjar að lýsa því hvernig það sé að vera fyrrv. Dómsmálaráðherra og líka hvernig henni varð við þegar Jóhanna forsætisráðherra hringdi til hennar og bauð henni starfið.Hún ræðir um setuna á Alþingi, ekki með leyfi til að greiða atkvæði og ópólitísk. Ráðherradómurinn þó stuttur væri gaf henni vissu um að hún gæti ýmislegt sem hún taldi að hún gæti ekki. Hún sem ung ætlaði ekki að giftast og eignast börn, en hitti sjarmörinn Magnús, sem er í dag tannlæknir og á með henni tvær dætur.

Ástvaldur Zenki Traustason

Sep 17, 2010 59:22

Description:

Hann er prestur Búddista á Íslandi, stundar mjög Zen-hugleiðslu. Er lærður tónlistarmaður og jassisti, rekur eigin tónlistarskóla og leggur áherslu á að nemendur spili eftir eyranu. Hann kvæntist ungur og eignaðist 2 syni með fyrri konu, skildi við hana og er sjálfur skilnaðarbarn. Þau voru um tíma í Boston þar sem hann stundaði tónlistarnám. Hann byrjaði snemma að hugsa um lífið og tilgang þess, og vildi vita meira, kynntist Búddisma og ákvað að verða búddisti, stundaði m.a. nám í klaustri í Bandaríkjunum ásamt seinni konu sinni en hann er kæntur aftur og hún sama sinnis andlega og hann, er líka búddisti. Hún fékk krabbamein en lét það ekki slá sig til jarðar. Zen-hugleiðsla hjálpar.

Borgþór Arngrímsson fyrrv. fréttamaður RÚV

Sep 10, 2010 59:12

Description:

Borgþór Arngrímsson er gestir Jónasar Jónassonar. Borgþór er fyrrverandi fréttamaður RÚV en var sagt upp og er nú fluttur til Danmerkur ásamt konu sinni, sem er lögfræðingur og vel metin. Í þættinum er rætt um áhrif brottvísunar á sálina, hvað það gerir manni og hvað hjálpar. Borgþór segir frá þeim atburði sem efst lifir í huga hans, það er þegar hann heimsótti Thailand eftir flóðið þegar hafaldan drap þúsundir. Hann fræðir hlustendur um hvernig var að koma þangað og hversu djúp áhrif þetta sem hann upplifði hafði og hefur á hann enn. Ekki síst situr eftir nályktin sem sveif þar yfir og hann getur ekki gleymt. Borgþór talar líka um það er hann fór til New York og líka til Pentagon og ræddi við menn sem rétt sluppu þegar turnarnir tveir urðu yrir árás.

Júlíus Már Þórarinsson tæknifræðingur

Sep 3, 2010 59:22

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Júlíus Már Þórarinsson. Hann er tæknifræðingur, sótti líka slíkt nám utanlands, er búsettur nú á Akranesi. Var einn af þeim óheppnu sem fæddir eru lesblindir og olli það honum erfiðleikum í barnaskóla. Hann hefur starfað með björgunarsveitum Slysavarnarfélags Íslands og er með þjálfum sem fjöldahjálparstjóri RKÍ. Er áhugamaður um leiklist og hefur starfað sem slíkur á Akranesi. Hann er mjög andlega sinnaður og telur sig hafa fengið hjálp og lifað af undarlegustu aðstæður, féll m.a. af húsþaki fleiri metra, missti bara andann um tíma en stóð síðan upp eins og ekkert hefði í skorist, ómarinn og bara hress.

Berglind Bergþórsdóttir mannauðsstjóri RÚV

Aug 27, 2010 59:21

Description:

Berglind Bergþórsdóttir er nýráðin mannauðsstjóri RÚV. Hún útskýrir starfið, en þátturinn fjallar auðvitað um konuna bak við mannauðsstjórann. Hún er Breiðhyltingur, byrjaði snemma að vinna fyrir sér með blaðaútburði og bar út 3 dagblöð mjög svo ung. Hún lýsir áhuga sínum á ferðalögum, byrjaði 8 ára að læra á fiðlu og hætti náminu 17 ára, vegna þess að henni fannst sköpunarkrafturinn fjötraður. Hún spilaði fótbolta og var í KR, var góð en þá var kvennaboltinn ekki svo algengur. Hún fór í Fjöldbraut í Breiðholti. Hún fór skiptinemi til Puerto Rico í eitt ár og fannst það ógleymanleg lífsreynsla, fór um allt með bakpoka en samt er glæpatíðni mikil þar.

Malín Brand laganemi

Aug 20, 2010 59:17

Description:

Malín Brand laganemi er gestur Jónasar Jónassonar að þessu sinni. Hún er áhugaverður gestur, segir frá dauða foreldra hennar, faðirinn lést á undan móðurinni, sem hvarf af landinu og fór til Færeyja þar hvarf þar úr þessari jarðvist með sviplegum hætti. Malín segir af móður sinni sem var frábær, vel menntuð tungumála manneskja, starfaði í Beirut í Libanon á vegum Sameinuðu þjóðanna, en einn hængur var á, hún var í Vottum Jehova og Malín var þar frá unga aldri, en aldrei hamingjusöm, fannst þessi söfnuður að lokum óþolandi og yfirgaf hann þrátt fyrir mikil mótmæli og tilraunir öldunganna til að fá hana ofan af því. Malín giftist meira að segja inn í Vottana, en skildi eftir nokkur ár.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka, seinni þá

Aug 13, 2010 59:19

Description:

Kvöldgestur Jónasar Jónassonar verður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka. Í þáttunum með þessum forstjóra banka er auðvitað rætt um hrunið og fróðlegt að heyra hans skoðanir. Hann vill að Íslendingar hætti að góna til baka,horfi fram á veg og hætti að reyna að brenna sökudólga á báli. Auðheyrt að Þorvaldur er lítt hrifinn af al-þingismönnum núdagsins, gríðarlega fróður um fjármál heimsins og opin á skoðanir.Hann er göngugarppur og hlaupari, hefur klifið Kilimanjaro og Mont Blanc og ótal fjöll hér.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka, fyrri þát

Aug 6, 2010 59:13

Description:

Kvöldgestur Jónasar Jónassonar verður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka. Fyrri þáttur

Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, sóknarprestur í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestak

Jul 30, 2010 59:19

Description:

Kvöldgestur Jónasar Jónassonar að þessu sinni verður Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, sóknarprestur í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli.

Jón Bjarnason ráðherra 3. þáttur

Jul 23, 2010 59:19

Description:

Jón Bjarnason ráðherra er gestur Jónasar Jónassonar. Í þriðja þættinum er rætt um merkilegt uppbyggingarstarf hans á Hólum, en Jón endurreisti bæði skóla, staðinn sjálfan og kirkjuna og reisti í banni Steingríms J. sem var landb.ráðherra, reiðhöll mikla og bauð síðan Steingrími að koma norður og opna formlega stöðina! Fróðlegir, notalegir rabbþættir við umdeildann ráðamann og hörkugreindan og sannan í alla staði

Jón Bjarnason ráðherra. Annar þáttur

Jul 16, 2010 59:21

Description:

Jón Bjarnason ráðherra. Annar þáttur. Foreldrar þessara 10 barna höfðu mikinn metnað fyrir hönd barna sinna og létu þau í framhaldsnám og Jón valdi MR og varð stúdent 1965 og fór örstutt í guðfræðideild og ætlaði að verða prestur, en bóndinn og búfræðin tóku hús á prestsefni og ráku hann að Hvanneyri þar sem hann lauk búfræðiprófi og fór í framhaldsnám að Ási í Noregi og útskrifaðist úr þeim landb. Háskóla

Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, 1. þáttur

Jul 9, 2010 58:01

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar verður Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Ráðherran er afslappaður og lítt ráðherralegur í fasi, enda bóndi í hjarta og hefur meira að segja stundað sjómennsku, Hann er fæddur í Asparvík á Ströndum sonur merks útvegsbónda og mætar móður sem eignaðist 10 börn, og var þó ekki frekar en þá tíðkaðist, hægt að láta sækja sig í sjúkrabíl, það þurfti að sigla eða róa eftir lækni eða ljósmóður og Bjarni bóndi mun hafa þurft að taka á móti nokkrum barnana sjálfur, og fórst það vel.

Jana María Guðmundsdóttir fjöllistamaður

Jul 2, 2010 59:17

Description:

Jana María Guðmundsdóttir. Jana er fjöllistamaður, ætlaði sér snemma að verða skapandi og hefur látið það rætast en var snemma feimin nokkuð en dreymdi stóra drauma og flestir hafa ræst. Hún er myndlistarmaður, söngkona frá Söngskólanum í Reykjavík og lærður leikari frá Glasgow og hefur starfað þar nokkuð en er nú ráðin til Leikfélags Akureyrar. Hún hefur skrifað leikrit og vinnur nú að því að undirbúa útgáfu á diski hvaar hún syngur. Í þættinum er flutt lag sem hún syngur með Akureyrskum listamönnum og gerir það vel.

Hafliði Magnússon rithöfundur

Jun 25, 2010 59:09

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Hafliði Magnússon rithöfundur. Hann er fæddur í Hergilsey, faðir hans var í kaupavinnu hjá Snæbirni í Hergilsey, sem var einskonar Eyjarkonungur og vildi láta líta á sig sem slíkan. Móðir Hafliða sagði honum ungum frá sinni æsku, hún var tekin í fóstur í Bitrufirði þar sem var fátækt og þekkti trú fátækra á Fátækra-þurrki, því börn urðu að hátta meðan föt voru þvegin því ekki var til skipta. Hafliði fór ungur á Patreskfjarðartogaran Gylfa og var síðan á mörgum síðutogurum, stundum í langri útilegu, líka við Grænland.

G.Eygló Þorgeirsdóttir

Jun 18, 2010 59:22

Description:

G.Eygló Þorgeirsdóttir heitir í fornafn Guðbjörg og eru nöfnin eftir óskum draumkonu. Eygló er fædd að Möðruvöllum í Kjós, vann algeng sveitastörf gamla tímans, handmjólkaði og skólinn var stopull, heimavist í hálfan mánuð og heima í hálfan mánuð. Eygló ræðir um foreldra sína, lýsir skemmtilega föður sínum og segir hann minna sig á Gísla á Uppsölum. Í ættinni er barnmargt fólk, JJ minnir að móðir hennar sé ein af 20 börnum! Ýrafells-Móri var nágranni Eglóar enda sendur að Möðruvöllum á sínum tíma, lang“lífur“ því þeir sem sendu hann vöktu strák upp sem varð úti milli bæja.

Sigurður Harðarson rafeindavirki síðari þáttur

Jun 11, 2010 59:16

Description:

Kvöldgestur Jónasar Jónassonar er Sigurður Harðarson rafeindavirki síðari þáttur

Sigurður Harðarson rafeindavirki

Jun 4, 2010 59:20

Description:

Sigurður Harðarson rafeindavirki er gestur Jónasar Jónassonar

Kjartan T. Ólafsson vélfræðingur

May 28, 2010 59:21

Description:

Gestur Jónasar Jón assonar er Kjartan T. Ólafsson vélfræðingur. Hann er fæddur að Látrum í Aðalvík og ólst þar upp. Hann lýsir mannlífi og ræðir um þá staði sem voru einskonar miðpúnktar sveitarinnar, Látrum og Sæbóli, hvar var í útgerð og um 70 manns á árum Kjartans. Annars heitir hann Theophílus, var skírður því undarlega nafni, en tók sér síðar nafnið Kjartan en hefur aldrei verið skírður því nafni.

Ingibjörg Reynisdóttir, leikkona og rithöfundur

May 21, 2010 59:22

Description:

Ingibjörg Reynisdóttir, leikkona og rithöfundur. Hún mentaðists sem fótaaðgerðarfræðingur, enda dóttir eins slíks, móðir hennar rekust stofu og Ingibjörg hefur unnið hjá henni, lærði þar, en fór til Kaupmannahafnar að fá löggildingu. Var þá í sambúð og með dóttur.Þarna úti kynntist hún leikurum og fékk leiklistarbakteríuna og fór í leiklistarskóla eftir próf í þann skóla. Starfaði samt sem fótaaðgerðarfræðingur í Höfn um skeið m.a. á stofu þar sem Ingirid drottningarmóðir sótti.

Bryndís Bjarnadóttir

May 14, 2010 58:46

Description:

Bryndís Bjarnadóttir frá Húsavík. Bryndís er dóttir merks kaupmanns og framkvæmdamanns á Húsavík, Bjarna Benedikssonar prests á Grenjaðarstað. Börn Bjarna og Þórdísar voru afsar mörg og flest kunn, t.d. Gunnar hrossaráðunautur, Vernharður framkvæmdastjóri á Húsavík, Stefán verkfræðingur útvarpsins um tíma, en lenti í hörmungum stríðsins í Þýskalandi, kvæntur þýskri konu og Bryndís segir ögn sögu hans. Bryndís lýsir erfiðleikum föður hennar í kreppunni 1930 og hvernig Jónas frá Hriflu reyndi að eyðileggja verslun Bjarna, sem var í samkeppni við Kaupfélag Þingeyinga.

Gísli Rúnar Jónsson leikari (Síðari þáttur)

May 7, 2010 59:08

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Gísli Rúnar Jónsson leikari (Síðari þáttur)

Gísli Rúnar Jónsson leikari (Fyrri þáttur)

Apr 30, 2010 58:37

Description:

Jónas Jónasson ræðir við Gísla Rúnar Jónsson leikara (Fyrri þáttur)

Guðrún Þórsdóttir talskona AFLSINS á Akureyri

Apr 26, 2010 59:25

Description:

Guðrún Þórsdóttir er talskona AFLSINS Á Akureyri sem eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi og lýsir því og hvernig staðan er fyrir norðan. Þar virðist mikið um ofbeldi heima og vel falið, líkamlegt og andlegt. Aflið er vaxandi og enda rekið af þolendum kynferðisofbeldis.

Rakel Garðarsdóttir

Apr 16, 2010 59:09

Description:

Rakel Garðarsdóttir er fædd í Ósló þar sem faðir hennar var við nám og á þar tvö hálfsyskini. Hún hefur löngum verið á flandri um heiminn, var lengi að selja blöðrur á Karl Johann í Ósló en þar stundaði hún einskonar kvikmyndanám. Hún eignaðist dreng og fluttist til Kaupmannahafnar og ætlaði í arkitektúr en líkaði illa við Dani og fór þaðan. Hún kyntist Vesturporti og fór með þeim til Finnlands en Gísli bróðir hennar Örn er prímus mótor þar.

Dr. Gunnar Kristjánsson, prestur að Reynivöllum í Kjós, seinni þáttur

Apr 9, 2010 59:22

Description:

Dr. Gunnar Kristjánsson, prestur að Reynivöllum í Kjós er gestur Jónasar Jónassonar. Síðari þáttur.

Dr. Gunnar Kristjánsson, prestur að Reynivöllum í Kjós, fyrri þáttur

Apr 2, 2010 58:37

Description:

Dr. Gunnar Kristjánsson, prestur að Reynivöllum í Kjós er gestur Jónasar Jónassonar. Séra Gunnar svarar ágætlega beittumm spurningum um raunveruleika dauða Krists, upprisu hans og Maríu Magdalenu, vantrú lærisveinana og störf Jesú meðal manna, ótta hans í garðinum nóttina fyrir handtöku.Og líka um spurninguna, hvað er Guð? Dr.

Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikstjóri

Mar 26, 2010 58:55

Description:

Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikstjóri er gestir Jónasar Jónassonar

Guðbjörg Guðjónsdóttir miðill og áruteiknari

Mar 19, 2010 59:23

Description:

Guðbjörg Guðjónsdóttir er gestur Jónasar Jónassonar. Guðbjörg er miðill og áruteiknari, búsett á Akureyri, ólsst upp í Reykjavík á Vatsnsleysuströnd, Grindavík, sem olli rótleysi í æsku vegna tíðra flutninga. Hún var einfari sem barn, varð snemma skyggn og sá mikið og var ekki öllum gefið að skilja barnið. Móðir hennar var lengi mjög veik og þessvegna var Guðbjörg send í burtu til dvalar hjá öðrum. Hún var í Núpsskóla og leið vel þar og upplifði sterka nánd við náttúruna og anda hennar.

Steingrímur Hermannsson, fyrrv. forsætisráðherra. (Áður á dagskrá 1992)

Mar 12, 2010 59:29

Description:

Jónas Jónasson ræðir við Steingrím Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra. (Áður á dagskrá 1992).

Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona

Mar 5, 2010 59:10

Description:

Edda Björg Eyjólfsdóttir er vinsæl leikkona og vaxandi, lék Soffíu frænku í Kardimommubænum og tók þátt í STELPUNUM á STÖÐ 2. Hún er hugsandi ung kona,vissi lengi vel ekki hvað hún vildi, en fór í MH og kynntist þar leiklistarnámskeiði Kolbrúnar Halldórs og féll algjörlega fyrir leiklistinni, vissi að þetta ætlaði hún og þetta gæti hún vel.

Ívar Gissurarson bókaútgefandi

Feb 26, 2010 58:54

Description:

Ivar Gissurarson er bókaútgefandi en hefur reynt ýmislegt, stundað háskólanám í fornleifafræði,sjómennsku stundaði hann lengi og sigldi m.a. til Afríku, ólst upp í vesturbænum,á Brávallagötu og leikvöllur var gamli kirkjugarðurinn. Í húsi hans bjuggu þrjár kynslóðir ættmenna, verslunin á horni Ásvallagötu og Brávallagötu var fræg og kölluð Pétursbúð og það bjuggu eintómir snillingar á Ásvallagötu austast, Pétur Á. Jónsson óperusöngvari, Alfreð Andrésson og Inga Þórðar, frægu leikarahjónin, Ólafur Kristniboði, afi Egils Helgasonar og svo mætti lengi telja.

Pétur Guðjónsson, síðari þáttur

Feb 19, 2010 59:24

Description:

Jónas Jónasson ræðir við Pétur Guðjónsson síðari þáttur

Pétur Guðjónsson fyrri þáttur.

Feb 12, 2010 59:24

Description:

Kvöldgestur Jónasar Jónassonar er: Pétur Guðjónsson fyrri þáttur.

Margrét Tryggvadóttir alþingismaður

Feb 5, 2010 59:06

Description:

Margrét Tryggvadóttir alþingismaður er gestur Jónasar Jónassonar

Ólafur Sólimann Lárusson seinni þáttur.

Jan 29, 2010 59:01

Description:

Hér í seinni þættinum byrjar frásögn Ólafs í Tailandi hvar hann lýsir kynnum sínum af munki og fór til hans og munkurinn lýsti karakter hans og spáði honum erfiðleikum næstu 10 árin, en þá mundi Ólafur finna sig og hlutverk sitt í heiminum, en Ólafur segist þar til hafa vitað hver hann væri en ekki þorað að vera.

Ólafur Sólimann Lárusson fyrri þáttur.

Jan 22, 2010 59:17

Description:

Ólafur Sólimann Lárusson fyrri þáttur. Ólafur er merkilegur ungur maður, átti erfiða æsku, man sig með afa sínum og alnafna, útgeðarmanni í Keflavík, heimilið og foreldrar yndislegir en - skildu þegar hann var 10 ára og faðir hans fór af heimilinu, en bjó áfram í Keflavík. Ólafur missti svo föður sinn þremur árum síðar og missti líka fótana, varð óþekktarormur og í slæmum félagsskjap, lenti oft í löggunni, íslensku og einnig bandarísku því strákagengið stal víni og bjór þegar því hentaði.

Guðríður Helgadóttir forstöðumaður.

Jan 15, 2010 59:27

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson. Gestur Jónasar er Guðríður Helgadóttir forstöðumaður.

Unnur Magnúsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri Dale Carnegie

Jan 8, 2010 59:23

Description:

Unnur Magnúsdóttir. Unnur er eigandi og framkvæmdastjóri Dale Carnegie námskeiðanna á Íslandi og ræðir um stund við Jónas um þá hjálp sem stofnunin veitir, en Dale er rekið í 60 löndum, stofnaði af Dale Carnegie sem var hikandi og ræðuhræddur og skrifaði vinsæla bók um vinsældir og áhrif og síðan þróaðist þetta í það sem það er í dag.

Ragnar Reykás fjallamaður, Kristján Ólafsson Neytendafrömuður, Grani Sigurjónsson lögreg

Jan 1, 2010 59:20

Description:

Gestir Jónasar Jónassonar eru fjórir að þessu sinni. Þeir Ragnar Reykás fjallamaður, Kristján Ólafsson Neytendafrömuður, Grani Sigurjónsson lögregluþjónn og Sigurður Sigurjónsson leikari.

Jenna Jensdóttir rithöfundur

Dec 25, 2009 59:11

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Jenna Jensdóttir rithöfundur, Jenna er 91 árs og furðu ern. Hún er þekkt sem höfundur fjölmagra barnabóka og er veðlaunhafi sem slíkur ásamt manni sínum heitnum, Hreiðari,(Jenna og Hreiðar) Hún er fædd í Dýrafirði og lýsir baðstofulífi á Læk, hvernig þufti að fara á bát í kaupstað til að versla. Hún lýsir baðstofujólum með heimabúna tré og lifandi kertum. Hún byrjaði snemma að segja sögur og á heimilinu var mikið til af bókum. Hún segir frá áhrifum þess að hafa útvarpstæki, sem kom á bæinn stofnár Ríkisútvarpsins og hún segir hvernig hún lærði íslensku betur af kennslunni sem þá var í útvarpinu, annars kenndi amma hennar henni lestur af Biblíunni.

Ragnar Schram síðari þáttur

Dec 18, 2009 59:26

Description:

Ragnar Schram síðari þáttur. Ragnar er kynningarastjóri SOS-barnaþorpana og segir af þeirri hjálparstofnun. Hann er sonur Friðriks Schram, sem er prestur íslensku Kristskirkjunnar sem er Lútherskur fríkirkjusöfnuður. Ragnar kynntist kristni snemma og starfaði á vegum KFUM í Vatnaskógi. Kona hans er dóttir kristniboða og fæddist í Eþíóbíu.

Ragnar Schram fyrri þáttur

Dec 11, 2009 59:17

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar að þessu sinni er Ragnar Schram. Ragnar er kynningarastjóri SOS-barnaþorpana og segir af þeirri hjálparstofnun. Hann er sonur Friðriks Schram, sem er prestur íslensku Kristskirkjunnar sem er Lútherskur fríkirkjusöfnuður. Ragnar kynntist kristni snemma og starfaði á vegum KFUM í Vatnaskógi. Kona hans er dóttir kristniboða og fæddist í Eþíóbíu.

Grétar H. Óskarsson flugvélaverkfræðingur seinni þáttur

Dec 4, 2009 59:15

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Grétar H. Óskarsson flugvélaverkfræðingur. Síðari þáttur

Grétar H. Óskarsson flugvélaverkfræðingur. Fyrri þáttur

Nov 27, 2009 59:16

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Grétar H. Óskarsson flugvélaverkfræðingur. Fyrri þáttur

Sigrún Sandra Ólafsdóttir galleristi

Nov 20, 2009 59:12

Description:

Sigrún Sandra Ólafsdóttir galleristi. Sigrún Sandra er eigandi og rekur Gallerí Ágúst ásamt móður sinni. Sandra er barnabarn þess þekkta framkvæmdamanns Kristjáns Friðrikssonar sem stofnaði og rak Fatagerðinan Últíma og var listrænn, málaði og skrifaði og gaf meira að segja út Útvarpstíðindi um skeið.

Halla Frímannsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur

Nov 13, 2009 59:22

Description:

Halla Frímannsdóttir Tómstunda- og félagsmálafræðingur er kvöldgestur Jónasar Jónassonar.

Sigurjón Vilhjálmsson, fyrrv. flugvirki seinni þáttur

Nov 6, 2009 59:10

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Sigurjón Vilhjálmsson, fyrrv. flugvirki. Síðari þáttur

Sigurjón Vilhjálmsson, fyrrv. flugvirki fyrri þáttur

Oct 30, 2009 59:24

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar að þessu sinni er Sigurjón Vilhjálmsson, fyrrv. flugvirki. Í fyrri þættinum ræðir hann fæðingarstað sinn, Selsbúðir, sem var U-laga raðhús með útikömrum í botninum og stóð vestast við Vesturgötu, fátækrabúðstaður á vegum bæjarins, hver íbúð aðeins eitt herbergi og eldhús, ekkert bað, og samt bjuggu kannski 5-7 manns í þessu litla plássi og samt komu gestir sem fengu að gista orðalaust og þótti engum mikið.

Hulda Steinsdóttir fyrrv. framkvæmdastjóri síðari þáttur

Oct 23, 2009 59:23

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Hulda Steinsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri. Síðari þáttur

Hulda Steinsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri

Oct 16, 2009 59:21

Description:

Kvöldgestur Jónasar Jónassonar er Hulda Steinsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri.

Arnþór Helgason seinni þáttur

Oct 9, 2009 59:19

Description:

Jónas Jónasson ræðir öðru sinni við Arnþór Helgason frá Vestmannaeyjum

Arnþór Helgason frá Vestmannaeyjum fyrri þáttur

Oct 2, 2009 59:20

Description:

Jónas Jónasson ræðir við Arnþór Helgason frá Vestmannaeyjum. Fyrri þáttur

Björn Thoroddsen gítarleikara. Síðari þáttur

Sep 25, 2009 59:21

Description:

Jónas ræðir Björn Thoroddsen gítarleikara. Síðari þáttur

Björn Thoroddsen gítarleikari fyrri þáttur

Sep 18, 2009 59:23

Description:

Björn Thoroddsen gítarleikari. Björn er mun þekktari út í hinum stóra heimi en okkur grunar, hann er vel kynntur í Kanada og hefur þar hljómsveit, hefur stundað fyrirlestrahald og er virtur vel. Hann hefur leikið með mörgum þekktustu listamönnum heims, er frábær gítar-leikari og kennari, smíðaði sinn fyrsta gítar sjálfur.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, þriðji þáttur

Sep 11, 2009 59:21

Description:

Jónas Jónasson ræðir við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra. Þriðji og síðasti þáttur.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, annar þáttur

Sep 4, 2009 59:18

Description:

Jónas Jónasson ræðir við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra. Annar þáttur

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, fyrsti þáttur

Aug 29, 2009 0:00

Description:

Kvöldgestur: Kartín Jakobsdóttir menntamálaráðherra - fyrsti hluti. Umsjón: Jónas Jónasson

Bjarni Óskarsson veitingamaður og skógarbóndi, seinni þáttur

Aug 22, 2009 0:00

Description:

Jónas Jónasson tekur öðru sinni á móti Bjarna Óskarssyni veitingamanna og skógarbónda.

Bjarni Óskarsson veitingamaður og skógarbóndi, fyrri þáttur

Aug 15, 2009 0:00

Description:

Kvöldgestur Jónasar Jónassonar er Bjarni Óskarsson veitingamaður og skógarbóndi.

Rannveig Sif Sigurðardóttir barokksöngkona

Aug 8, 2009 0:00

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Rannveig Sif Sigurðardóttir barokksöngkona.

Berghildur Bernharðsdóttir upplýsingafulltrúí Nýja Kaupþings

Jul 25, 2009 0:00

Description:

Gestur Jónasar að þessu sinni er Berghildur Bernharðsdóttir upplýsingafulltrúí Nýja Kaupþings. Hún var lengi starfsmaður RUV. Hún stundaði nám í MA, var lengi óviss um hvað hún vildi, fór í hagnýta fjölmiðlun í HÍ og gerðissem lokaverkefni mynd er nefnist Lystin að lifa og fjallar um erfiðleika stúlku með Bæúlomíu. Berghildur lærði söng og lauk söngnámi í Söngskólanum, en hætti alveg og hefur ekki sungið í 4 ár. Hún hefur áhuga á manneskjunni, hvernig hún eigi að byggja upp sjálfstraust , uppeldi barna er henni hugleikið enda móðir tveggja sona. Langafi hennaar var Bernharð Stefánsson alþingismaður, faðir hennar var bankamaður en lést frekar ungur úr krabba sem tók 2 ár en læknar sögðu 6 vikur. Hún lýsir því hvernig þau kvöddu hann á þessum 2 árum.

Willard Fiske Ólason, þriðji þáttur

Jul 18, 2009 0:00

Description:

Jónas Jónasson ræðir við Willard Fiske Ólason. Þriðji og síðasti þáttum.

Willard Fiske Ólason, annar þáttur

Jul 11, 2009 0:00

Description:

Willard Fiske Ólason 2. þáttur. Umsjón: Jónas Jónasson Willard er skírður í höfuðið á velgjörðarmanni Grímseyjar, sem þó kom þangað aldrei en sendi taflborð og taflmenn á hvern bæ auk peninga sem dugðu fyrir skólahúsi og viðgerð á prestshúsi. Willard lýsir mannlífi í Grímsey,hvernig hann 7 ára ásamt jafnaldra byrjaði sjóróðra á léttum bát og þeir fiskuðu á færi og lögðu aflann í frystihúsið í eynni.

Willard Fiske Ólason, fyrsti þáttur

Jul 4, 2009 0:00

Description:

Willard Fiske Ólason 1. þáttur. Willard er skírður í höfuðið á velgjörðarmanni Grímseyjar, sem þó kom þangað aldrei en sendi taflborð og taflmenn á hvern bæ auk peninga sem dugðu fyrir skólahúsi og viðgerð á prestshúsi. Willard lýsir mannlífi í Grímsey,hvernig hann 7 ára ásamt jafnaldra byrjaði sjóróðra á léttum bát og þeir fiskuðu á færi og lögðu aflann í frystihúsið í eynni. Umsjón: Jónas Jónasson

Hjartaþeginn Helgi

Jul 2, 2009 0:00

Description:

Hann var eðlilegt barn en skyndlega veiktist hann 15 ára og kom í ljós að hann var með of stórt hjarta, hófst nú barningur um líf hans sem fram kemur í þættinum. Helgi er fæddur í Grindavík og vann sjóvinnustörf þar til veikindin lögðu hann næstum að velli. Hann er sum sé hjartaþegi, ekki aðeins einu sinni heldur tvisvar. Hann lýsir vonum og ótta og baráttu sem tók mörg ár og hann er ótrúlega bjartsýnn núna, eftir uppskurði í Bretlandi og Svíþjóð þar sem hann fékk seinna hjartað úr konu. Hann er samt ekkert kvenlegur, hefur húmor og er glaður ungur maður, nýorðinn faðir oig framtíðin blasir við honum. Áhugavert að heyra mann lýsa svona lífi, að vera oft næstum því í vonlausri aðstöðu. Hann er sigurvegari, eins og allir Kvöldgestir hingað til.

Svanhildur Hólm fjölmiðlakona þriðji þáttur

Jun 27, 2009 0:00

Description:

Jónas Jónasson tekur á móti Svnhildi Hólm í þriðja sinn.

Svanhildur Hólm fjölmiðlakona annar þáttur

Jun 20, 2009 59:21

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Svahildur Hólm 2. þáttur.

Svanhildur Hólm fjölmiðlakona fyrsti þáttur

Jun 13, 2009 0:00

Description:

Gestur Jónasar Jónassonar er Svanhildur Hólm fjölmiðlakona

Bjarni Thor óperusöngvari

Jun 6, 2009 0:00

Description:

Kvöldgestur Jónasar Jónassonar er Bjarni Thor óperusöngvari.

Elli allstaðar síðari þáttur

May 30, 2009 0:00

Description:

Elías tók gagnfræðapróf frá Eiðaskóla, dvaldi hjá móðurbróður sínum Gissuri, fór sem kúskur 12 ára á Hvanneyri, vann við járnsmíðar hjá föður sínum smátíma, fór og á sjóinn, ýmist á ...

Elli allsstaðar. Fyrri þáttur.

May 23, 2009 0:00

Description:

Kvöldgestur Jónasar Jónassonar er Elías V. Einarsson er mikill athafnamaður, hefur farið víða og er kallaður Elli allsstaðar. Fyrri þáttur.

Malgorzata K. Kantorska

May 16, 2009 0:00

Description:

KVöldgestur Jónasar Jónassonar er Malgorzata K. Kantorska

Helgi Guðmundsson húsasmíðameistari. Síðari þáttur

May 9, 2009 0:00

Description:

Jónas Jónasson ræðir við Helga Guðmundsson húsasmíðameistara. Síðari þáttur

Helgi Guðmundsson trésmíðameistari. Fyrri þáttur

May 2, 2009 0:00

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson. Jónas ræðir við Helga Guðmundsson trésmíðameistara. Fyrri þáttur

Ingvar Þorsteinsson, húsgagnasmíðameistari. Seinni þáttur

Apr 25, 2009 0:00

Description:

Kvöldgestur er Ingvar Þorsteinsson, húsgagnasmíðameistari. Seinni þáttur

Ingvar Þorsteinsson, húsgagnasmíðameistari. Fyrri þáttur

Apr 18, 2009 0:00

Description:

Kvöldgestur er Ingvar Þorsteinsson, húsgagnasmíðameistari. Fyrri þáttur

Kristinn Ólson rektor í Skálholti

Apr 11, 2009 0:00

Description:

Kvöldgestur Jónasar er Kristinn Ólson rektor í Skálholti. Umsjón: Jónas Jónasson

Alda Ármanna Sveinsdóttir síðari þáttur

Apr 4, 2009 0:00

Description:

Kvöldgestur er Alda Ármanna Sveinsdóttir síðari þáttur. Umsjón: Jónas Jónasson

Alda Ármanna Sveinsdóttir - fyrri þáttur

Mar 28, 2009 0:00

Description:

Alda Ármanna Sveinsdóttir - fyrri þáttur. - Fædd á Barðsnesi, ein af níu börnum og tveimur fósturbörnum. Fæddist mjög lítil og kraftlaus og að hluta vansköpuð, vantaði t.d. viðbeinin og tannvöxutr fór allur úrskeiðis og fullorðinstennur komu seint og afbrigðilegar. Hún lét laga þetta síðar í Reykjavík og hefur síðan brosað til heimsins en hann ekki alltaf brosað til hennar. Saga Öldu er óvenjuleg ofg hún segir frá lífi sínu í þessum tveimur þáttum. Hún var snemma listræn, teiknaði afar vel og lét sig samt ekkert dreyma um frama á því sviði í fyrstu.

Vilhjálmur Bjarnason lektor við HÍ síðari þáttur

Mar 21, 2009 0:00

Description:

Kvöldgestur Jónasar Jónassonar er Vilhjálmur Bjarnason síðari þáttur

Vilhjálmur Bjarnason lektor við HÍ Fyrri þáttur.

Mar 14, 2009 0:00

Description:

Kvöldgestur Jónasar Jónassonar er Vilhjálmur Bjarnason lektor við HÍ Fyrri þáttur.

Jóna Dóra Karlsdóttir

Mar 7, 2009 59:30

Description:

Kvöldgestur Jónasar er Jóna Dóra Karlsdóttir. Umsjón: Jónas Jónasson

Margrét Guðmundsdóttir, listamaður 3. þáttur

Feb 28, 2009 0:00

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson Kvöldgestur er Margrét Guðmundsdóttir, listamaður

Margrét Guðmundsdóttir, listamaður, annar þáttur

Feb 21, 2009 0:00

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson Kvöldgestur er Margrét Guðmundsdóttir, listamaður

Margrét Guðmundsdóttir, listamaður 1. þáttur

Feb 14, 2009 0:00

Description:

Umsjón: Jónas Jónasson Kvöldgestur er Margrét Guðmundsdóttir, listamaður Hún man sig 2ja ára fárveika af astama, lýsir merkilegri reynslu 2ja ára barns sem man dvölina á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, hvernig hún var að kvöldi tekin úr stórri sjúkrastofu með mörgum konum og sett inn á klósett og skilin þar eftir, því hún mundi vekja allar konurnar á stofunni ef hún fengi kast. 1. þáttur ef þremur.

Guðrún Halla Jónsdóttir þroskaþjálfi

Feb 7, 2009 0:00

Description:

Kvöldgestir 6. febrúar 2009 Umsjón: Jónas Jónasson Kvöldgestur er Guðrún Halla Jónsdóttir Guðrún Halla er þroskaþjálfi að mennt og mikil áhugamanneskja um vellíðan fólks. Hún starfar nú sem áhugaleikstjóri og var um tíma formaður Bandalags íslenskra áhugaleikfélaga.

Birgitta Jónsdóttir, fjöllistakona 3. þáttur

Jan 31, 2009 0:00

Description:

Gestur Jónasar er Birgitta Jónsdóttir fjöllistakona. Þetta er þriðja spjall Jónasar við hana.

Birgitta Jónsdóttir, fjöllistakona 2. þáttur

Jan 24, 2009 0:00

Description:

Kvöldgestir Umsjón: Jónas Jónasson Kvöldgestur: Birgitta Jónsdóttir, fjöllistakona 2. þáttur af þremur

Birgitta Jónsdóttir, fjöllistakona 1. þáttur

Jan 17, 2009 0:00

Description:

Kvöldgestir Umsjón: Jónas Jónasson Kvöldgestur: Birgitta Jónsdóttir, fjöllistakona

Lára Stefánsdóttir : 2. þáttur

Jan 10, 2009 0:00

Description:

Kvöldgestir : Lára Stefánsdóttir : 2. þáttur Umsjón: Jónas Jónasson

Lára Stefánsdóttir 1. þáttur

Jan 3, 2009 0:00

Description:

Kvöldgestir : Lára Stefánsdóttir - Umsjón: Jónas Jónasson.

Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður

Dec 27, 2008 0:00

Description:

Kvöldgestir Umsjón: Jónas Jónasson. Kvöldgestur er Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður.

Séra Vigfús Þór Árnason

Dec 20, 2008 0:00

Description:

Kvöldgestir Umsjón: Jónas Jónasson. Kvöldgestur er séra Vigfús Þór Árnason.

Björg Thorarensen, prófessor og deildarforseti

Dec 13, 2008 0:00

Description:

Kvöldgestir Umsjón: Jónas Jónasson. Kvöldgestur er Björg Thorarensen, prófessor og deildarforseti.

Kristján Jóhannsson, óperusöngvari.síðari þáttur

Dec 6, 2008 0:00

Description:

Kvöldgestir Umsjón: Jónas Jónasson Síðari þáttur Kvöldgestur er Kristján Jóhannsson, óperusöngvari.

Kristján Jóhannsson, óperusöngvari fyrri þáttur

Nov 29, 2008 0:00

Description:

Kvöldgestur er Kristján Jóhannsson, óperusöngvari. Fyrri þáttur Kvöldgestir 28. nóvember 2008 Umsjón: Jónas Jónasson

Magnús Þór Sigmundsson, tónlistarmaður

Nov 22, 2008 0:00

Description:

Kvöldgestur er Magnús Þór Sigmundsson, tónlistarmaður. Kvöldgestir 21. nóvember 2008 Umsjón: Jónas Jónasson

Þorkell Þorkellsson ljósmyndari

Nov 15, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Þorkell Þorkellsson ljósmyndari

Ólafur Ragnarsson, fyrrverandi skipstjóri (III þáttur).

Oct 24, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Ólafur Ragnarsson, fyrrverandi skipstjóri (III þáttur).

Ólafur Ragnarsson, fyrrverandi skipstjóri (II þáttur).

Oct 17, 2008 59:32

Description:

Annar viðtalsþáttur af þremur við Ólaf Ragnarsson skipstjóra. 17. október 2008

Ólafur Ragnarsson, fyrrverandi skipstjóri (I þáttur).

Oct 10, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Ólafur Ragnarsson fyrrverandi skipstjóri.

Gunnar Einar Steingrímsson æskulýðsfulltrúi í Grafarvogskirkju.

Oct 3, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Gunnar Einar Steingrímsson æskulýðsfulltrúi í Grafarvogskirkju.

Arnheiður Borg kennari

Sep 26, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Arnheiður Borg kennari.

Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi og grafískur hönnuður, annar &

Sep 19, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttur er Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi og grafískur hönnuður-öðru sinni.

Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi og grafískur hönnuður, fyrsta

Sep 12, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttur er Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi og grafískur hönnuður-fyrsta sinni.

Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi og grafískur hönnuður, annar &

Sep 5, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttur er Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi og grafískur hönnuður - öðru sinni.

Jórunn Frímannsdóttir annar þáttur

Aug 29, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Jórunn Frímannsdóttir - öðru sinni.

Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi og formaður Velferðaráðs Reykjavíkurborgar fyr

Aug 22, 2008 0:00

Description:

Gestur Þáttarins er Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi og formaður Velferðaráðs Reykjavíkurborgar.

Unnur Halldórsdóttir - annar þáttur

Aug 15, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Unnur Halldórsdóttir - öðru sinni

Unnur Halldórsdóttir - fyrri þáttur

Aug 8, 2008 0:00

Description:

Gestur Þáttarins er Unnur Halldórsdóttir hóteleigandi í Borgarfirði.

Jörundur Guðmundsson, fararstjóri og eftirherma.

Aug 1, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Jörundur Guðmundsson, fararstjóri og eftirherma.

Jósep Blöndal læknir í Stykkishólmi - fjórði þáttur

Jul 25, 2008 0:00

Description:

Gestur Þáttarins er Jósep Blöndal læknir í Stykkishólmi - fjórða sinni.

Jósep Blöndal læknir í Stykkishólmi - þriðji þáttur

Jul 18, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Jósep Blöndal læknir í Stykkishólmi - þriðja sinni.

Jósep Blöndal læknir í Stykkishólmi - annar þáttur

Jul 11, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Jósep Blöndal læknir í Stykkishólmi - öðru sinni.

Jósep Blöndal læknir í Stykkishólmi -fyrsti þáttur

Jul 4, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Jósep Blöndal læknir í Stykkishólmi - fyrsta sinni.

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir þulur - annar þáttur.

Jun 27, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Ragnheiður Ásta Pétursdóttir þulur - öðru sinni.

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir þulur fyrri þáttur

Jun 20, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Ragnheiður Ásta Pétursdóttir þulur - fyrsta sinni.

Árni Johnsen - fjórði þáttur

Jun 13, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Árni Johnsen - fjórða sinni.

Árni Johnsen - þriðji þáttur

Jun 6, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Árni Johnsen - þriðja sinni.

Árni Johnsen - annar þáttur

May 30, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Árni Johnsen - öðru sinni.

Árni Johnsen - fyrsti þáttur

May 23, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Árni Johnsen alþingismaður - fyrsta sinni.

Ólöf Einarsdóttir grasalæknir

May 16, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Ólöf Einarsdóttir grasalæknir.

Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri

May 9, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri.

Ingibjörg Helena Werner Guðmundsdóttir húsmóðir á Selfossi

May 2, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Ingibjörg Helena Werner Guðmundsdóttir húsmóðir á Selfossi.

Atli Gíslason hæstarréttarlögmaður og alþingismaður

Apr 25, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Atli Gíslason hæstarréttarlögmaður og alþingismaður - annar þáttur.

Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður og alþingismaður - fyrsti þáttur

Apr 18, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður og alþingismaður - fyrsti þáttur.

Steinunn Eyjólfsdóttir húsfreyja á Patreksfirði

Apr 11, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Steinunn Eyjólfsdóttir húsfreyja á Patreksfirði.

Séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahússprestur - þriðji þáttur

Apr 4, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahússprestur - þriðji þáttur.

séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahússprestur - seinni þáttur

Mar 28, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahússprestur - síðari þáttur.

Séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahússprestur - fyrri þáttur

Mar 21, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahússprestur - fyrri þáttur.

Arndís Halla Ásgeirsdóttir óperusöngkona

Mar 14, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Arndís Halla Ásgeirsdóttir óperusöngkona.

Þórður Sverrisson augnlæknir

Mar 7, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Þórður Sverrisson augnlæknir.

Birta Flókadóttir og Einar B. Pálsson verkfræðingur

Feb 29, 2008 0:00

Description:

Gestir þáttarins eru Birta Flókadóttir og Einar B. Pálsson verkfræðingur.

Dagný Annasdóttir skólastjóri

Feb 22, 2008 0:00

Description:

Dagný Annasdóttir skólastjóri.

Sigríður Klingenberg spámiðill

Feb 15, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Sigríður Klingenberg spámiðill.

Kolfinna Baldvinsdótti - síðari þáttur

Feb 8, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Kolfinna Baldvinsdótti - síðari þáttur.

Kolfinna Baldvinsdótti - fyrri þáttur

Feb 1, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Kolfinna Baldvinsdótti - fyrri þáttur.

Magnús Kristinsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum - þriðji þáttur

Jan 25, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Magnús Kristinsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum - þriðji þáttur.

Magnús Kristinsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum - annar þáttur

Jan 18, 2008 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Magnús Kristinsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum - annar þáttur.

Skúli Lórenzson rafvirki og miðill

Dec 15, 2006 0:00

Description:

Gestur þáttarins er Skúli Lórenzson rafvirki og miðill.